breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 12
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 736
12. júlí, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2019 var lögð fram umsókn Björns Skaftasonar dags. 13. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4 og 4B og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12. við Lækjargötu. Breytingin á einungis við um húshluta að inngarði vegna Lækjargötu 12. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja einnar hæðar viðbyggingu er tengist við aðalhæð hússins, stækka veitingaaðstöðu á 1. hæð og nýta þak viðbyggingar sem svalir fyrir einstaka herbergi á 2. hæð, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 11. júní 2019, síðast breytt 8. júlí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Templarasundi 5.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.