staðsetning Sportkafarafélags Íslands
Nauthólsvík - Naustavogur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 760
31. janúar, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 m kafla nýrrar tveggja akreinar akbrautar fyrir almenningssamgöngur sem fellur innan deiliskipulagsins. Kaflinn er hluti af stærri framkvæmd sem er brú yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða breytingunni eru gerðar nokkrar fleiri breytingar á skipulaginu og það uppfært miðað við núverandi ástand. Lagðir eru fram uppdr. Landmótunar dags. 11. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 11, nóvember 2019. Jafnframt er lögð fram fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 2019. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 23. janúar 2020, Isavia dags. 29. janúar 2020 og íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 107480 → skrá.is
Hnitnúmer: 10090426