breyting á skilmálum deiliskipulags
Suðurlandsbraut 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 598
19. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Mænir Reykjavík ehf. dags. 24. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 4 og 4a samkv. uppdráttum Urban arkitekta dags. 24. júní 2016. Í breytingunni felst m.a. hækkun á matshluta 02 úr 4 hæðum í 7 hæðir og ætlunin að byggja hótel. Bílastæðaþörf er því minni sem dregur úr möguleika á þriðja palli. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 18. ágúst 2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103513 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076703