breyting á deiliskipulagi
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 31. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu ásamt tengigangi í gám sem notaður verður fyrir starfsfólk leikskólans. Byggingarreitur er staðsettur á lóð austan megin við núverandi færanlegar kennslustofur sem staðsettar eru norður af leikskólanum Hofi. Núverandi gögnustígur frá Hofteig inn á skólalóð verður að hluta til færður til austurs, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. maí 2018.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.