(fsp) breyting skilmálum deiliskipulags
Austurbakki 2, Tónlistarhús
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 719
8. mars, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 er stækkaður um u.þ.b. tvo metra þannig að ytri mörk til austurs nái yfir núverandi burðarvegg meðfram rampi í kjallara og leyfilegt byggingarmagni í kjallara á reit 6 fyrir almenna notkun er aukið, samkvæmt uppdr. Batteríssins arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.