(fsp) breyting skilmálum deiliskipulags
Austurbakki 2, Tónlistarhús
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 522
9. janúar, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014. Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm. Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm. Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.