(fsp) breyting á deiliskipulagi
Ármúli 7-9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 716
15. febrúar, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla vegna lóðarinnar nr. 7 við Ármúla. Í breytingunni felst að tengja núverandi byggingar Ármúla 7 við rekstur hótelsins í Ármúla 9, bæta inndreginni hæð ofan á tengibyggingu, byggingarreitur við tengibyggingu verður færður inn frá Ármúla og í staðinn færist byggingarreitur út við vesturgafl þar sem ný flóttaleið verður byggð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 5 og 9.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018. Grenndarkynning hefst þegar greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.