Útigeymsla
Laugavegur 66-68 og 70
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 554
18. september, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Fring ehf. mótt. 17. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg (áður 70B) megi standa áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg. byggingarreitur á jarðhæð fyrir hús nr. 70 sem stendur við Laugaveg er minnkaður, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg er heimilað að koma fyrir stigahúsi og lyftu á þremur hæðum við vesturgafl bakhúss á lóð nr. 70 við Laugaveg o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf. dags. 15. júlí 2015. Einnig lagt fram samþykki eiganda Vitastíg 13 á kvöð um aðkomu dags. 29. júlí 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. ágúst til og með 10. september 2015. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

101 Reykjavík
Landnúmer: 101607 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017591