Útiveitingar fyrir veitingarstað á lóð nr. 7 - sama eignarhald
Veghúsastígur 9
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 575
26. febrúar, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ark Studio ehf. , mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf. , dags. 16. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar 2016 til og með 19. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólöf Edda Eysteinsdóttir og Haraldur Þorri Grétarsson, dags. 28. janúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs miðborgar frá 28. janúar 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101063 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025403