Ofanábygging
Stigahlíð 45-47
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 666
26. janúar, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm. Fylgigögn með erindi eru: Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017. Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017. Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017. Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017. Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stigahlíð 37, 39, 41, 42,43,44,46,48, 49, 50, 51,53 og einnig Grænuhlíð 26.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

105 Reykjavík
Landnúmer: 107208 → skrá.is
Hnitnúmer: 10000657