breyting á deiliskipulagi
Haðaland 26, Fossvogsskóli
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 661
8. desember, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Guðmundar Torfasonar dags. 7. nóvember 2017 þar sem farið er fram á frestun málsins og umsögn samgöngudeildar Reykjavíkurborgar um leiðarval skólabarna dags 7. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 27. september 2017 til og með 30. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur Halldór Torfason og Björg Jakobína Þráinsdóttir dags. 8. og 30. nóvember 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.