breyting á deiliskipulagi
Skúlagata 28
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 696
31. ágúst, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Jenssonar f.h. S28 ehf. dags. 21. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 28 við Skúlagötu. Í breytingunni felst m.a. ýmsar breytingar á byggingarreitum m.a. er 6. hæðin stækkuð til suðurs, bætt við byggingarreit fyrir glerskála í inngarð og byggingarreitur til vesturs minnkaður. Einnig er breytt heimild til nýtingar kjallararýma úr bílageymslu í fjölþættari notkun, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 18. mars 2018 síðast breytt 30.mai 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2018 til og með 28. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sturla Geirsson f.h. Rauðsvíkur ehf og Hverfisgötu 85-93 ehf. dags. 21. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018. Jafnframt er lagt fram bréf T.ark Arkitekta ehf. dags. 24. ágúst 2018 og tölvupóstur Sturlu Geirssonar f.h. Rauðsvíkur ehf og Hverfisgötu 85-93 ehf. dags. 30. ágúst 2018 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101119 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017755