(fsp) breyting á notkun
Hallveigarstígur 1
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 690
13. júlí, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn PARAS ehf. dags. 18. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Í breytingunni felst að grafið er út á svæði á norðurhlið byggingar sem verður með sama gólfkóta og kjallari. Svæðið verður útisvæði og hugsað sem setsvæði fyrir veitingaaðstöðu og sem aðgengi að utan og beint niður í kjallara og gert er ráð fyrir tröppu vestanmegin frá, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 18. apríl 2018. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 20 íbúar og rekstraraðilar að Skólavörðustíg 4A/B, 4C, 6B, 8 og 10 og Ingólfsstræti 5, 7A og 7B, dags. 4. júní 2018, Erna Valdís Valdimarsdóttir, Davíð Örn Arnarson og Katrín Ásta Gísladóttir dags. 7. og 8. júlí 2018, Ragnheiður Torfadóttir dags. 7. júlí 2018 og Edda Björgvinsdóttir dags. 11. júlí 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101389 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012244