breyting á deiliskipulagi
Traðarland 1, Víkingur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 576
4. mars, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Víkings, mótt. 29. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Traðarland, Víkingur. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir varamannaskýli og fjölmiðlastand vestan keppnisvallar, andspænis stúku og miðjusett við völl. Um er að ræða byggingu sem inniheldur geymslur á vallarhæð, blaðamannastúku á annarri hæð og á þaki mannvirkis eru upptökusvalir fyrir fjölmiðla. Til beggja handa eru 7 metra löng varamannaskýli með skyggni, allt að 3 metra há, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta ehf., dags. 21. apríl 2015.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Lálandi 21, 22, 23 og 24 og Traðarlandi 2, 8, 10 og 16.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108838 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007767