Endurnýjun útveggja - breyting í mötuneyti o.fl.
Bæjarháls 1
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 748
25. október, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta dælu- og spennistöð mhl.07 þannig að þak er fjarlægt að hluta og hækkað um 1,6 m með stálgrind sem klædd verður með samlokueiningum á húsi nr. 1 við Bæjarháls.
Erindi fylgir hæðablað dags. desember 2000, mæliblað dags. 17. nóvember 2005 og ódagsett samþykki meðeigenda. Stækkun: 125,4 ferm., 320,7 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun: 255,6 ferm., 1.062,4 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.