breyting á deiliskipulagi
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 630
5. maí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Erum arkitekta, dags. 19. janúar 2017, að breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6. Í breytingunni felst að fyrirhugað er að setja fjögur 24,4 metra há ljósmöstur við keppnisvöll til að lýsa upp völlinn, merkt C1 á uppdrætti. Einnig er lagt fram bréf Gunnars Viggóssonar vegna lýsingar á gervigrasvelli Fylkis, dags. 18. janúar 2017. Tillagan var auglýst frá 15. febrúar til og með 1. maí 2017. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bryndís Guðjónsdóttir og Óskar Reykdalsson, dags. 12. apríl 2017, Magnús Magnúson, dags. 23. apríl 2017, Kristrún Guðbergsdóttir, dags. 25. apríl 2017, Ester Harðardóttir, dags. 26. apríl 2017, Bryndís Guðjónsdóttir og Óskar Reykdalsson, dags. 27. apríl 2017, íbúar við Brekkubæ tölvupóstur, ásamt undirrituðu skjali og skýringarmyndum með texta, dags. 28. apríl 2017 og Hermann Stefánsson og Elín Harðardóttir, dags. 1. maí 2017 ásamt fylgiskjölum frá íbúum Brekkubæjar.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111277 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010135