breyting á deiliskipulagi
Skipholt 70
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 554
18. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Roks ehf. dags. 10. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka bygginguna um eina inndregna hæð og innrétta íbúðir, breyta notkun 2. hæðar úr atvinnuhúsnæði í íbúðir, hækka nýtingarhlutfall, setja svalir/svalagang út fyrir útmörk byggingarreits á vesturhlið byggingar ásamt því að staðsetja flóttastiga út fyrir byggingarreit, breyta fyrirkomulagi bílastæða og inn- og útkeyrsla á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 6. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki þinglýstra eigenda húsnæðis að Skipholti 70, ódags og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 8. september 2015. Einnig lagður fram tölvupóstur hverfisráðs Hlíða dags. 7. september 2015.
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 2. október 2015.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103493 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017609