Fjölbýlishús
Snorrabraut 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 659
24. nóvember, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
‹ 448325
448340
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. , mótt. 14. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að gera nýbyggingu á lóð með verslun og þjónustu á jarðhæð og í kjallara og hótel á efri hæðum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. júní 2017. Tillagan var í auglýsingu frá 27. september 2017 til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rafn Guðmundsson f.h. lóðarhafa að Snorrabraut 56, dags. 1. nóvember 2017 og Hússtjórn Snorrabraut 56b og Finnur Björgvinsson f.h. íbúa Snorrabrautar 56B, dags. 6. nóvember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.