breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 710
4. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Studio Granda ehf. dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu. Í breytingunni felst m.a. að einnar hæðar bakbyggingar gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 verði fjarlægðar, byggingarnar eru endurbyggðar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og portbyggt ris með kvistum er byggt yfir hann. Gert er ráð fyrir kjallara undir gamla húsinu og nýbyggingu, samkvæmt uppdr. Studio Granda ehf. dags. 1. október br. 18. desember 2018. Einnig er lögð fram útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands 3. ágúst 2016, minnisblað EFLU dags. 24. nóvember 2016 og Bréf Studio Granda ehf. dags. 1. október 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. nóvember 2018.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100870 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020759