breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 616
13. janúar, 2017
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., mótt. 25. nóvember 2016, uppbyggingu á lóðinni nr. 8 við Lækjargötu sem felst í að fjarlægja einnar hæðar bakbyggingu gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 og endurbyggja byggingar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og portbyggt ris með kvistum er byggt yfir hann, risið gengur út til austurs við gaflvegg Lækjargötu 6B. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa, samkvæmt tillögu Studio Granda ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Studio Granda ehf., dags. 24. nóvember 2016 og Minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu, dags. 24. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2017.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2017.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100870 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020759