breyting á deiliskipulagi
Skúlagata 26 og 30
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 737
19. júlí, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2019 var lagt fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags 26. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu. Í breytingunni fyrir Skúlagötu 26 felst stækkun byggingarreits og lóðar, breytt aðkoma, endurskoðun hæða, hækkun húss úr 60 metrum í 66,5 metra, hækkun á leyfilegri hæð tæknirýma yfir sjávarmáli úr 63 m.y.s. í 65 m.y.s., heimild fyrir einstaka útlits- og vinduppbrotstengda byggingahluta að ná út fyrir byggingalínu og flutning á spennistöð úr inngarði út að Vitastíg. Í breytingum fyrir Skúlagötu 28 eru flóttastigar betur skilgreindir á uppdrætti. Bílastæða- og hjólakröfur breytast skv. skilmálum á öllum lóðum samkvæmt uppdrætti T.ark Arkitekta ehf. dags 20. júní 2019 síðast breytt 17. júlí 2019. Lagt fram samþykki/umboð eigenda Skúlagötu 26, 28 og 30 dags 5. júlí 2019 og samgöngumat Eflu dags 15. júlí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101120 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017756