breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 98A, 100 og 100A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér að heimilt verður að sameina lóðirnar í eina lóð, setja kvöð um uppbrot byggðar í samræmi við fyrri lóðarmörk ásamt kvöð um þrjá innganga. Lyftustokkur og annar tækjabúnaður standi upp fyrir byggingarreit og íbúðum fækkar um tvær. Á lóð nr. 100 verður heimilt að byggja ofan á núverandi byggingu eða rífa hana og byggja nýja ásamt því að byggingarreitur minnkar og verður í samræmi við grunnflöt núverandi byggingar. Byggingarreitur og heimild fyrir kjallara fellur út ásamt því að sér byggingareitur stiga- og lyftuhúss fellur út, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 16. september 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101580 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022410