deiliskipulag
Efstaleiti 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 591
1. júlí, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf., dags. 1. apríl 2016, að deiliskipulagi sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0 og 1.745.1 og afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri. Svæðið er í dag 5 lóðir, Efstaleiti 1, 3, 5, 7 og 9. Í tillögunni felst uppbygging á lóð RÚV við Efstaleiti og samliggjandi lóðum innan reitsins með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. í janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2016 til og með 24. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Harpa Viðarsdóttir, Guðrún B. Guðjónsdóttir og Viðar Hjartarson, dags. 20. júní 2016, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Vífill Oddsson f.h. RÚV dags. 22. júní 2016, Rauði krossinn dags. 23. júní 2016, Þórir Stephensen, dags. 23. júní 2016, Lex f.h. húsfélaga Efstaleiti 10-14 og Miðleiti 5-7, dags. 24. júní 2016, Ríkisútvarpið, dags. 24. júní 2016, TR-Eignir, dags. 24. júní 2016,
Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Háaleitis- og bústaðahverfis, dags. 27. maí 2016 um að vísa athugasemdum Þóris Stephensen til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

103 Reykjavík
Landnúmer: 107438 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008509