Bráðabirgðahúsnæði - leikskóli
Dyngjuvegur 18
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 887
6. október, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður færanlegar kennslustofur, sex deilda leikskóla fyrir 100 börn á meðan unnið er að endurbótum núverandi mannvirkja á lóð, um er að ræða byggingu úr forsmíðuðum gámaeiningum á einni hæð með stjórnunarrými, sérkennslurými, móttökueldhúsi og stoðrýmum, staðsett á núverandi bílastæði sunnan við hús á lóð nr. 18 við Dyngjuveg. Erindi var grenndarkynnt frá 30. ágúst 2022 til og með 27. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigurður Baldursson, Kristín Bernharðsdóttir og Þórður Ásmundsson dags. 27. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104902 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008484