Íbúðarhús með sex íbúðum fyrir fatlaða
Brekknaás 6
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 6 dögum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 873
20. júní, 2022
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja íbúðakjarna með sex íbúðum, starfsmannaaðstöðu og hjólageymslu á lóð nr. 6 við Brekknaás. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið að öðru leyti en því að gera þarf grein fyrir blágrænum ofanvatnslausnum á lóðaruppdrætti.

110 Reykjavík
Landnúmer: 233077 → skrá.is
Hnitnúmer: 10147072