nýtt deiliskipulag
Sörlaskjól og Faxaskjól
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 848
3. desember, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. nóvember 2021 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól. Í tillögunni felst aðskilið stígakerfi meðfram strandlengjunni og núverandi götukassa og skilgreindur er áningarstaður á gatnamótum Faxaskjól og Ægissíðu. Með framkvæmdinni er stígakerfi svæðisins styrkt til muna og umferðaröryggi bætt með fyrrnefndum aðskilnaði á göngu- og hjólastíg. Við tillögugerðina var tekið tillit til forskráningar á fornleifum og minjum innan skipulagssvæðisins. samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 25. nóvember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.