Hækka þak - tengigangur o.fl.
Heiðargerði 34
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak aðalbygginga um 70 cm, kvistir stækkaðir, komið fyrir tveimur þakgluggum og færa mæni lægra húss upp í efri, tengja núverandi bílskúr við aðalhúsið með tengigangi og nýju anddyri, bílskúr verði stofurými, við enda tengigangs til austurs verði innangengt í glerskála og gróðurhús, gluggi stækkaður í risi og komið fyrir nýjum glugga á fyrstu hæð norðurhliðar, jafnframt er stefna þakhalla bílskúrs breytt til norðvesturs á húsi á lóð nr. 34 við Heiðargerði.
Stækkun er: xx,x ferm., xx,x rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga dags. 8. nóvember 2021, afrit aðaluppdrátta sem samþykktir voru þann 8. maí 1952 og 25. júlí 1963. Gjald kr.12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

108 Reykjavík
Landnúmer: 107650 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011713