breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur 10
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 860
11. mars, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. febrúar 2022 var lögð fram umsókn Íslenska fjallatrukkafélagsins ehf. dags. 14. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 10 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur minnkar lítillega og færist til innan lóðar, hæð byggingar hækkar úr 8 m í 11 m auk þess að heimilt er að reisa létta inndregna hæð á hluta byggingar, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 7. júlí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lambhagavegi 6 og 8.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021

113 Reykjavík
Landnúmer: 211673 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097857