Stækka glugga í kjallara
Vífilsgata 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 854
28. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. janúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka stofuglugga á suðurhlið, grafa frá og gera verönd fyrir kjallaraíbúð 0001 í íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Vífilsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2021. Erindi er lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Péturs Bjarna Magnússonar og Ragnhildar Erlu Bjarnadóttur dags. 17. janúar 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2022.
Erindi fylgir ódagsett samþykki eigenda húss nr. 23, mæliblað 1.243.1 útgefið í maí 1949 og yfirlit breytinga á A3 afriti af aðalteikningum samþykktum 3. júni 2008. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2022, samþykkt.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103077 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014625