(fsp) stækkun húss
Tómasarhagi 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 831
6. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2021 var lögð fram fyrirspurn Sebastian Martens Harung dags. 16. maí 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 19 við Tómasarhaga. Í fyrirspurnargögnum kemur fram að óskað er eftir að stækka hálfniðurgrafna kjallaraíbúð sem nemur einu herbergi, u.þ.b. 12m2, að hluta undir svölum 1. hæðar sem þar með stækka sem nemur breidd herbergisins. Óskað er eftir aðgengi úr herberginu út í garð með tilheyrandi landmótun. Jafnframt er óskað eftir aðgengi af stækkuðum svölum 1. hæðar út í garð. Lagt er fram tölvup., skissa og ljósmyndir frá Sebastian Martens Harung dags. 4. ágúst 2021.
Fyrirspurninni var frestað, og óskað eftir að fyrirspyrjandi hafi samband við embættið. Erindið er nú lagt fram að nýju og einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106580 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023621