(fsp) breyting á deiliskipulagi
Gjúkabryggja 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur dags. 25. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Gjúkabryggju (reitur D). Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga íbúðum ásamt því að fjölga bílastæðum í kjallara lóðar D, dýpka byggingarreit og lengja byggingarreit 4. hæðar í norðvesturhorni byggingarreitslengja byggingarreit 4. hæðar í norðvesturhorni byggingarreits og gera nýjan byggingareit í inngarði fyrir hjólageymslu, samkvæmt uppdr. M11 teiknistofu dags. 25. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 24. júní 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Lóðarhafi hafi samband við Veitur með fyrirkomulag veitulagna.