Viðbyggingu við bakhlið hússins og stækkun og breyting á notkun bílskúrs
Sæviðarsund 90
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 819
7. maí, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að gera viðbyggingu við suðvesturhlið þar sem verður eldhús og borðstofa, auk þess sem bílskúr er stækkaður og breytt þannig að þar verður vinnustofa með eldhúsi og baði, í húsi á lóð nr. 90 við Sæviðarsund.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 13. október 2020 og bréf hönnuðar dags. 26. janúar 2021. og 20. apríl 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2021. Stækkun mhl. 01 er: 40,9 ferm., 112,5 rúmm. Stækkun mhl. 02 er 16,9 ferm., 46,6 rúmm. Stækkun er alls fyrir báða mhl 01 og 02 : 57,8 ferm., 159,1 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sæviðarsundi 84, 86 og 88 og Skipasundi 55 og 57.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

104 Reykjavík
Landnúmer: 105007 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022814