Bílskúr á lóð
Tunguvegur 12
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 794
23. október, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr, mhl.02, á lóð nr. 12 við Tunguveg, samkvæmt uppdr. Önnu Leoniak dags. 26. júlí 2020 og 26. ágúst 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 21. september 2020 til og með 19. október 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Jón Viðar Gunnarsson og Ellý Hauksdóttir Hauth dags. 25. september 2020, Björg Kristín Sigþórsdóttir 19. október 2020 og Helgi Kristján Pálsson dags. 19. október 2020.
Stærð: 32.6 ferm., 97.8 rúmm. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 15. ágúst 2020, mæliblað 1.822.3 síðast útgefið 9. maí 2011 og hæðablað útgefið í ágúst 2001. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.