breyting á deiliskipulagi
Urðarbrunnur 84-92
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 762
21. febrúar, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 30. janúar 2020 ásamt greinargerð dags. 21. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 84-92. Í breytingunni felst að í stað fimm íbúða raðhús er heimilt að gera sex íbúða raðhús, endahús til vesturs (viðbót) er breytt í númer 92A, breidd byggingarreits hverrar íbúðar er mjókkaður úr 12 í 10 metra og breytast byggingarreitir samkvæmt því ásamt því að bílastæðum er fjölgað um tvö úr 10 í 12, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 24. janúar 2020.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skyggnisbraut 20, 22 og 24 og Urðarbrunni 54-56, 58, 82, 94, 120-122. 124-126, 128 og 130-134.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

113 Reykjavík
Landnúmer: 205799 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095710