breyting á deiliskipulagi
Dalhús 83-85
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 784
14. ágúst, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 22. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 83-85 við Dalhús. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni þannig að hámarkstærð húss verður 238 m2 í stað 210 m2, svalir geti verið allt að 1,9 m frá útvegg byggingarreits og að heimilt verði að yfirbyggja svalir á suðurhlið, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, arkitekts ehf. dags. 14. ágúst 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Dalhúsum 79-81 og 87-93.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. og gr. 12 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109821 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009091