breyting á deiliskipulagi
Friggjarbrunnur 23A og 23-41
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 823
4. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 23A við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að hluti lóðarinnar nr. 23 við Friggjarbrunn verður að borgarlandi og lóðirnar nr. 23-41 við Friggjarbrunn stækka. Fyrir lóðir nr. 23-31 og 33-41 er skilgreind kvöð á borgarlandi um aðkomu að lóðunum sem tryggir aðkomu að lóðunum frá Friggjarbrunni. Lóðin við Friggjarbrunn 23 stækkar að götunni og skilgreind er 2,5 m breið kvöð um gönguleið um lóðina næst götunni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 8. janúar 2021, breytt 28. apríl 2921. Tillagan var kynnt til og með 26. maí 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Friðrik Atli Guðmundsson og Halldóra Sólbjartsdóttir dags. 26. maí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021 samþykkt.

113 Reykjavík
Landnúmer: 205812 → skrá.is
Hnitnúmer: 10098105