Breyting inni - þrjár íbúðir
Bergþórugata 55
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 751
14. nóvember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða þannig að í húsinu verða 3 íbúðir, eldri svalir verða fjarlægðar og gluggar færðir nær upprunalegri gerð, nýjar svalir gerðar, sagað niður úr gluggum fyrir svalahurðir auk þess sem ný vinnustofa verður byggð á baklóð þar sem áður var skúr á lóð nr. 55 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindinu fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. ágúst 2019, varmatapsútreikningar mótt. 19. ágúst 2019, yfirlit yfir breytingar mótt. 19. ágúst 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2019. Vinnustofa: 45,2 ferm., 115,3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 72, 74, 76, 78, 80, 82, 84 og 86, Bergþórugötu 51, 53, 55, 57, 59 og 61, Barónsstíg 39, 41 og 43 og Snorrabraut 48, 50 og 52.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102502 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007142