Fjölbýlishús
Hallgerðargata 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 720
15. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að reisa tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús með alls 44 íbúðum og bílakjallara með 25 stæðum, steinsteypt og einangrað að utan, fyrir Bjarg íbúðafélag, á lóð nr. 10-16 við Hallgerðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Stærðir nr. 10-12 (MHL-01): 1.080,5 ferm., 3.422,5 rúmm. Stærðir nr. 14-16 (MHL-02): 1.749,7 ferm., 5.517,0 rúmm. Bílageymsla (MHL-03): 628,4 ferm., 1.759,8 rúmm. Samtals stærðir: 3.458,6 ferm., 10.699,3 rúmm. Erindinu fylgja skýrslur Brekke & Strand Akustikk AS um hljóðvist innanhúss dagsettar 11. janúar 2019 og 4. febrúar 2019, skýrsla ,Heildar varmatapsrammi, frá Ask arkitektum dagsett 16. janúar 2019, greinagerðir aðalhönnuðar dagsettar 5. febrúar 2019 og 21. febrúar 2019.
Gjald kr. 11.200
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

105 Reykjavík
Landnúmer: 225436 → skrá.is
Hnitnúmer: 10124124