breyting á deiliskipulagi
Blesugróf 34
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 714
1. febrúar, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2018 var lögð fram umsókn Gests Ólafssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að reisa tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð innan núverandi byggingarreits og með nýtingarhlutfalli 0,45, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta-, og verkfræðistofunnar ehf. dags. 23. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blesugróf 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 38, 40, Jöldugróf 18, 20, 22, 24, þegar leiðréttir uppdrættir hafa borist.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.1. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.