Fjölbýlishús með verslun og þjónusturými
Hallgerðargata 19
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 687
22. júní, 2018
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018. Stærð, A-rými: 9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm. B-rými: 22,7 ferm., 668,5 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

105 Reykjavík
Landnúmer: 225434 → skrá.is
Hnitnúmer: 10124120