tillaga um hugarflug vegna útfærslu á Grófarhúsi
Tryggvagata 15, Grófarhús
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 678
27. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstóra dags. 13. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 12. apríl 2018 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra dags. 10. apríl 2018: Lagt er til að stofnað verði tímabundið flugráð sem falið verið að fara í hugarflug vegna útfærslu á Grófarhúsi, menningarhúsi. Unnið er að stækkun Grófarhúss sem verði Hús orðsins og nái utan um samtal, lýðræði, orðlist og bækur og allra handa lifandi upplýsingamiðlun. Í þeirri vinnu verði einnig litið til svæðisins í kring og hvernig það geti stutt við starfsemi hússins, til dæmis með ævintýrasvæði fyrir börn og leikvelli, ásamt þjónustu við alla aldurshópa. Í þessum tilgangi verði sett á fót flugráð með breiðum hópi
fólks á ólíkum aldri, svo sem fulltrúum barna og unglinga, rithöfundum, kennurum, innflytjenda og fleirum, ásamt fulltrúum umhverfis- og skipulagssviðs, borgarbókaverði og öðrum fulltrúum menningar- og ferðamálasviðs. Umsjón verkefnisins og utanumhald verði í höndum umhverfis- og skipulagssviðs sem og menningar- og ferðamálasviðs. Tillaga verði lögð fyrir borgarráð eigi síðar en 15. maí 2018. Henni fylgi drög að verk- og kostnaðaráætlun. Greinargerð fylgdi tillögunni.
Svar

Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100090 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023713