breyting á deiliskipulagi
Seljavegur 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 879
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Maison ehf. dags. 6. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 1 við Seljaveg. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja tveggja hæða hús með þremur smáíbúðum og útisvæðum á þaki ásamt því að setja tvö yfirbyggð bílastæði á norðurhluta lóðar við Nýlendugötu. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar og byggingarmagn eykst, samkvæmt deiliskipulaguppdr. Studio Granda dags. 20. ágúst 2021, breytt 21. júní 2022. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 20. ágúst 2021. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa til Dagmarar Þorsteinsdóttur, dags. 2. júní 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. júlí 2022 til og með 15. ágúst 2022.
Ábending frá Veitum dags. 4. ágúst 2022,
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til og með 22. ágúst 2022.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100142 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114056