Stoðveggir, bílastæði, fjölgun og fækkun eignar og svalir.
Bæjarflöt 19
Síðast Synjað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 728
17. maí, 2019
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 3. apríl 2019 ásamt bréfi dags. 3. apríl 2019 um breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar suður vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst breyting á nýtingu þannig að byggingarreiturinn verði brotinn upp í tvo reiti, aðkoma að lóðinni verði skilgreind með tveimur innkeyrslum, hæð bygginga verði lækkuð um 1 metra og að hámarkshæð verði 8 metrar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 3. apríl 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2019.
Svar

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2019.

112 Reykjavík
Landnúmer: 224867 → skrá.is
Hnitnúmer: 10118359