Stækka einbýlishús
Melgerði 22
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 661
8. desember, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná einbýlishús á lóð nr. 22 við Melgerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Melgerðis 24 vegna sorptunnuskýlis á lóðamörkum dags. 14. september 2017. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017. Stækkun: 95 ferm., 515 rúmm. Eftir stækkun: 230,2 ferm., 840,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Melgerði 20, 21, 23, 24 og 25 og Mosgerði 15, 17 og 19.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.