breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð
Vesturhöfn, Línbergsreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 645
18. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2017 var lögð fram fyrirspurn Andra Klausen, mótt. 11 júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Línbergsreits, reit sem afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði, sem felst í að skipuleggja byggð með skrifstofuhúsnæði á þrem til fjórum hæðum. Byggingar verða lægstar næst Fiskislóð og Grandagarði, 3 hæðir, en hækka um hæð nær Djúpslóð, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. 16. júní 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.