framkvæmdaleyfi
Suðurlandsbraut 72-74
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 642
21. júlí, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hans Olav Andersen, mótt. 11. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 58-76 vegna lóða nr. 72-74. Í breytingunni felst að skilgreiningu á byggingarlínu á Suðurlandsbraut er breytt úr bundinni byggingarlínu yfir í byggingarlínu fyrir ytri byggingarreit. Staðsetja skal að lámarki 50% úthliðar byggingarinnar 1,2 m frá byggingarlínu að Suðurlandsbraut, samkvæmt uppdrætti teiknistofunnar Traðar, dags. 13. júlí 2017.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Suðurlandsbraut 70 og 76.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.