framkvæmdaleyfi
Birkimelur Hagatorg Hringbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 639
30. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2017 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 20. júní 2017 um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar við Birkimel skv. uppdr. Eflu, dags. 19. júní 2017. Framkvæmdin gengur út á breytingu á gangstétt milli Hringbrautar og Hagatorgs í sameiginlegan stíg gangandi/hjólandi, þrengingu í götu við biðstöðvar, færslu á biðstöðvum strætó að vestanverðu í þrengingar, upprif á núverandi gangstéttum og hluta götu, endurnýjun hitaveitulagna að hluta, útskipting á götulýsingu, hellulagning í þrengingum og malbikun á sameiginlegum stíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2017.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2017, samþykkt.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu skv. GJALDSKRÁ
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.