breyting á deiliskipulagi
Laugavegur 143 og 145
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 661
8. desember, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helga Mars Hallgrímssonar, mótt. 23. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar 143 og 145 við Laugaveg. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að færa húsin nær upphaflegri hönnun húsanna og um leið að fjölga íbúðum í húsunum. Tillagan gengur út á að rífa núverandi rishæðir, hækka húsin um eina hæð og byggja nýja rishæð þar ofan á ásamt því að reisa nýja viðbyggingu við Laugaveg 145, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skuggavarpi Arkþings ehf., dags. 29. september 2017. Einnig er lagður fram samningur eigenda vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu, dags. 1. október 2016. Tillagan var auglýst frá 20. október 2017 til og með 1. desember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Pála Pálsdóttir, dags. 25. október 2017, Einar Nikulásson, dags. 20. nóvember 2017, Kristján Bjarni Jóhannsson f.h. húsfélags Laugavegi 147, dags. 28. nóvember 2017 ásamt viðauka.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 102861 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018256