Fjölbýlis- og verslunarhúsnæði
Hverfisgata 88A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 628
7. apríl, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. mars 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2017 þar sem spurt er hvort leyft yrði að færa Hverfisgötu 92, fjarlægja bakstigahús, byggja undir það hæð og kjallara, innrétta tvær íbúðir og verslun á jarðhæð á lóð nr. 88A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 30. mars 2017. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. apríl 2017.
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. apríl 2017.