(fsp) breyting á notkun o.fl.
Grandagarður 14
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 821
21. maí, 2021
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 12. apríl 2021 um breytingu á notkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 14 við Grandagarð úr skrifstofum í verslun með veitingaaðstöðu ásamt breytingu á gluggum og aðkomu við götu, samkvæmt tillögu ódags og grunnmynd Trípólí dags. 10. febrúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. janúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2021.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2021.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100041 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011431